Ég bý í hverfi í Boston sem heitir Dorchester. Gestgjafar mínir eru viðkunnaleg hjón, hún frá Írlandi og hann frá Boston. Þau heita Andy og Mary og eru miklir ljúflingar. Þessi mynd er tekin kl. 21 á laugardagskvöld þegar við snæddum kvöldverð á veröndinni í 25 stiga hita.
Hver tók myndina? Man ekki hvað hann heitir en hann er einn af alþjóðlegum hópi vísindamanna sem gistir hér í lengri eða skemmri tíma og stundar rannsóknir í MIT eða Harvard.
Önnur mynd sýnir húsið hvar ég bý, í vinalegri götu við Savin Hill. Ég er 3 mínútur að labba á lestarstöðina, þaðan er 15 mínútna lestarferð á MIT og skrifstofan mín er í húsi við hliðina á Kendall stöðinni á MIT. Gæti ekki verið þægilegra.
0 comments on “Fólkið sem ég bý hjá”