Kettir


Ekki er ég nú þekktastur fyrir að vera kattavinur. Ég kemst þó ekki hjá því að sýna tveimur köttum sem hér búa mínar bestu hliðar því ég væri líklega settur út á guð og gaddinn í þessu húsi á undan köttunum 🙂

En grínlaust eru þetta bestu skinn, læður og heita Tricks og Treat. Þær gera sér ótrúlega dælt við mig, vita að frá mér fá þær ekkert annað en klapp á bakið – engan mat – en samt koma þær til mín. Ótrúlegt. Hér eru myndir af þeim. Ég hélt að þetta væru kettlingar en fékk að heyra að svo er ekki. Tricks er 8 ára gömul. Ég þekki kött í Grafarvogi með sömu litasamsetningu og á sama aldri. Hann hlýtur að vera á öðru fæði því hann er fjórfalt stærri en Tricks.

0 comments on “Kettir

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: