Porsche Cayenne eða Hummer?Orð fá ekki lýst hversu stoltur maður er þegar maður les svona umsagnir!

Að vísu býst ég ekki við að hann hafi leiklistarhæfileikana frá mér. Síðast steig ég á svið í Íslensku óperunni haustið 1989 í Óthello, undir leik (harð) stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Enga leiksigra vann ég, enda ráðinn frekar til að syngja, en ég sá í hendi mér að guð hefði ætlað mér önnur hlutverk í lífinu en þessi hefðbundnu leikhúshlutverk. Ég hef líka alltaf verið fremur tregur í taumi og óráðþægur og líkar ekki vel að taka við fyrirmælum.
En þessi strákormur er sannarlega búinn að koma sér á kortið. Brátt fer hann að bera björg í bú og launa föður sínum áralanga leiðsögn og þjálfun. Þá er bara spurningin Andri minn – ætlarðu að gefa mér Porsche Cayenne eða Hummer?

2 comments on “Porsche Cayenne eða Hummer?

  1. Til hamingju með soninn 😉 Og Helgi – ég trúi ekki að þú sért svona yfirborðskenndur! Heldurðu að Hummer og Ceyenne séu til í díselútgáfum?Átakshelgin er að bresta á…

    Like

  2. ég hélt það…… nú ef ekki þá verð ég kannski bara að sætta mig við landcruiser…..

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: