Ég hef fengist dálítið við gæðastjórnun og kenni fag með því nafni við verkfræðideild. Sum ykkar vita að til eru alþjóðlegir staðlar (ISO) staðlar um þetta og hitt, þar á meðal um það hvernig á að stjórna fyrirtækjum – þar er um að ræða hinn alræmda ISO9001 staðal. Þessir staðlar hafa náð töluverðri útbreiðslu á heimsvísu en þróunin hefur verið hæg á Íslandi þar til á allra síðustu árum.
Ég afréð að setja upp sólgleraugun og skoða útbreiðslu ISO9001 á Íslandi og í nágrannalöndum til að fá botn í það hvort þarna væri munur á. Úr þessu varð þessi líka ágæta grein sem ég vona að verði birt í næsta tölublaði Dropans sem er tímarit Stjórnvísi (www.stjornvisi.is). Það verður þá fyrsta áþreifanlega sönnunin um að ég sé að koma einhverju í verk hér í Boston!
Sæll og blessaður Helgi minn.Gaman er að lesa pislana frá þér. Það er gott að geta sér heiminn með íslenskum gleraugum. Kanski eru þau bestu gleraugu í heimi.
LikeLike