Var D’Arbeloff blankur?

Það er mikið um það að auðmenn gefi skrifstofubyggingarnar hér á svæðinu. Húsin eru kennd við þessa mætu menn. Til dæmis labba ég daglega fram hjá Ralph Landau building (glæsilegt hús) og Whitaker building (mikill skrifstofukumbaldur). Ég heimsæki íþróttamiðstöðina daglega, hún heitir auðvitað Zesiger Sport & Fitness Center í höfuðið á þeim heiðurshjónum Zesiger sem hafa líklega dregið upp veskið ásamt honum Johnson (Johnson Athletics Center er við hliðina) og splæst í m.a. 50 m glæsilega sundlaug og aldeilis frábæra alhliða íþróttaaðstöðu. Þessi nöfn eru jafnan höggvin í stein á áberandi stöðum á byggingunum.
Ég rak augun í hógværa áletrun þegar gengið er inn í búningsklefana. Þar stendur nefnilega “Alexander V. D’Arbeloff Men’s Locker Room”. Karlanginn hefur sennilega verið eitthvað blankur þegar þeir voru að byggja 🙂

0 comments on “Var D’Arbeloff blankur?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: