Afburðaárangur, hvað er það og hvernig má ná honum?


Eitt af því skemmtilegasta við að vera dósent við verkfræðideild er að fá að vinna með frábærum nemendum í meistaranámi. Á árinu útskrifast þrír meistaranemendur á mínum vegum, þær Agnes Gunnarsdóttir og Katrín Auðunardóttir í febrúar og Þorbjörg Sæmundsdóttir nú í október. Á undan þeim kom Ylfa Thoroddsen sem lauk meistaraprófi í júní 2004 og Hjalti Páll Ingólfsson í júní 2003.
Allir þessir nemendur hafa verið mjög duglegir og í umsjá minni þessa stundina eru nokkrir nemendur sem vinna að meistaraverkefnum. Yfirlit yfir þá má sjá á http://www.hi.is/~heling/ en ég á reyndar eftir að uppfæra síðuna. Við höfum mikinn metnað við verkfræðideild og viljum að úr hverju meistaraverkefni komu amk. ein grein sem eigi erindi í ritrýnt vísindatímarit. Ég hef verið m.a. verið að vinna í slíkum útgáfumálum hér við MIT.
Ritgerð Agnesar Gunnarsdóttur fjallaði um leið fyrirtækja að afburðaárangri. Bornar voru saman nokkrar rannsóknir á þeim þáttum sem þurfa að vera til staðar hjá fyrirtækjum til að þau nái afburðaárangri og nokkrar vel þekktar aðferðir í rekstri fyrirtækja voru skoðaðar og bornar saman, t.d. árangursstjórnun, EFQM, 6 sigma og fleiri aðferðir. Prófdómari á vörn Agnesar var Pétur Maack og hann benti á að efni ritgerðarinnar ætti erindi fyrir sjónir almennings í bókarformi. Við Agnes tókum hann á orðinu og ákváðum að skrifa bók. Ræddum við Stjórnvísi (http://www.stjornvisi.is/) sem hafði strax áhuga á að koma að málinu og taka m.a. þátt í dreifingu. Svo hófst vinna við að lagfæra, enduskrifa og bæta við ritgerðina til að búa til heildstæða bók sem væri hæf til útgáfu. Ég vann við þetta fyrstu vikurnar mínar hér á MIT og nú er bókin í prófarkalestri og kemur vonandi út snemma á næsta ári.
Myndin tengist þessu nú ekki sérstaklega en hún er tekin í einni af gönguferðum mínum í borginni og sýnir Trinity kirkjuna og í baksýn svakalegan skýjakljúf. Ég fékk hálsríg þegar ég færði augun upp eftir húsinu og upp á topp. Þetta tengist kannski hugleiðingum um afburðaárangur…. í arkítektúr og mannvirkjagerð? Gamli og nýji tíminn? Skyldi skýjakljúfurinn standa eftir 100 ár?

0 comments on “Afburðaárangur, hvað er það og hvernig má ná honum?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: