Kynnt í Kína



Þetta fréttaskot er sent frá Shanghai hvar ég tek þátt í ráðstefnu ásamt félaga mínum Hauki Inga. Ferðin hingað var nú ekki áfallalaus hjá mér. Ég byrjaði á að fara frá Boston til Íslands og það gekk nú ágætlega. Ég átti að fara frá Íslandi kl. 7.40 á laugardag til London og taka vél Virgin Atlantic frá London kl. 14.20. Nógur tími til að komast á milli á Heathrow eða 2 og hálfur tími. En það fór nú aldeilis ekki eins og ráð var fyrir gert. Vegna þoku í London biðum við í vélinni í Keflavík í 90 mínútur og samsvarandi seinkun var á komu minni til London. Ég hljóp í gegnum flugstöðina og var kominn að innritunarborði Virgin 50 mínútum fyrir brottför þeirra. Hélt að ég væri nú örugglega sloppinn. Ekki aldeilis. Sviplaus afgreiðslumaður tjáði mér að lokað væri fyrir innritun klukkutíma fyrir brottför. Sviplausari yfirmaður hans staðfesti. Svo vildi til að fleiri farþegar frá Íslandi lentu í því sama og eftirgrennslan okkar leiddi í ljós að Virgin hafði selt sætin okkar um leið og klukkutímafrestur þeirra var liðinn. Aldeilis ótrúlegt. Jæja, þetta leit nú illa út. Afgreiðslumaður Flugleiða á vellinum var genginn í málið að reyna að bóka okkur í önnur flug til Shanghai en allt var meira og minna fullt. En kl. 20.15 um kvöldið kom í ljós að við myndum komast til Shanghai með China Eastern Airways sem lagði í loftið hálftíma síðar. Ég komst því til Shanghai en sama er ekki hægt að segja um farangurinn minn.
Myndirnar sýna hvar ég held fyrirlesturinn á þessari fínu ráðstefnu í sveittum gallabuxum og skyrtu daginn eftir komuna hingað. Meðhöfundur minn Haukur Ingi var náttúrulega í sínum Armani jakkafötum enda var hann búinn að vera tæpa viku á staðnum. Hin myndin sýnir okkur að loknum fyrirlestrinum – all káta – enda gekk kynningin mjög vel og vakti satt að segja töluverða athygli. Ég útskýri síðar hvað við vorum að fjalla um ! En af hverju skyldi Haukur Ingi vera kátari en ég?

2 comments on “Kynnt í Kína

  1. Grétar

    Svarið við þeirri spurningu veltur á því hvað er í glösunum!

    Like

  2. Ég get staðfest að í glösunum var brauð í fljótandi formi.

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: