Allt fram streymir endalaust….


Það á amk. við um mannhafið hér í Shanghai. Þvílík mergð af fólki og farartækjum. Var á flakki í miðbænum í gær, rétt hjá hótelinu mínu. Tók að gamni tvær götumyndir, af sama horninu – það munaði 90° á sjónarhornunum. Önnur myndin sýnir sjónarhorn stórrar verslunargötu – Nanjing road. Hin er tekin inn í hliðargötu. Þar er allt heldur þéttara og þyngra. Og eldra og máðara. Svakalegur hávaði og bílar og hjól og gangandi þjóta framhjá. Það er hægt að labba örfá metra og ferðast úr einum heimi í annan. Fyrst á vestrænu verslunargötunni, svo á þröngu mannmörgu hliðargötunni og svo inn í enn þrengra húsasund þar sem fólkið býr. Þar er einkennileg kyrrð og fólkið horfir á mann forvitið og brosir. Maður er algerlega látinn í friði, nema á Nanjing Road. Þar er stöðugt áreiti af fólki sem vill endilega bjóða manni margvíslega þjónustu. Á daginn snýst þetta mest um tímastjórnun, þá vilja þeir endilega bjóða manni úr. Auðvitað Rolex. Á tombóluverði. Þegar líður á daginn breytist þetta aðeins og undarlega oft kemur að manni ungt og brosandi fólk – gjarnan pör – sem gefa sig á tal við mann og spyrja frétta 🙂 hvaðan maður komi og hvernig manni líki Kína. Ef úr þessu verður samtal vill þetta fólk endilega bjóða fram fylgdarþjónustu sína um refilstigu stórborgarinnar. Á kvöldin er enn mikið framboð af úrum og fylgdarþjónustu en til viðbótar hefur bæst í þjónustuflóruna kínverskt nudd. Mig grunar að þar sé ekki um að ræða hefðbundið baknudd. Nafnspjald sem einn sölumaður afhenti felur í sér lítt dulda myndræna vísbendingu um inntak þessarar þjónustu – nema þá nuddarar í Kína séu táningsstúlkur í stuttum silkikjólum og leðurstívélum. Hins vegar felur textinn í sér margar torleystar vísbendingar sem ég fæ engan botn í. Bið ég lesendur að aðstoða mig við að skilja hjálagða beina tilvitnun: “Our aim is to think of what you think anxious of what your worry.” Er kannski verið að vitna í Konfúsíus?

2 comments on “Allt fram streymir endalaust….

  1. Ah, it\’s a pity I don\’t speak icelandic though I\’d love to! Jeg bare snakker norsk 😉 og fransk since I\’m french. China, the US… you seem to like to travel abroad a lot! Du er heldig 😉 Ha det! Bonne continuation!

    Like

  2. Hei og takk for din melding! Jeg var ikke klar over at andre en min familie og venner fölgte med her. Beste hilsener!

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: