Er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómyndirnar?


Ég fór í hópferð um Shanghai með leiðsögumanni. Það voru fleiri túristar, tveir Svíar, Spánverji, Skoti og svo Mexíkóbúi sem býr reyndar í Bandaríkjunum. Það var gaman að spjalla við þetta fólk, ekki síst konuna frá Mexíkó því ég veit harla lítið um það land. Ég komst að því að myndin “Man on fire” með Denzel Washington er hreinn barnaleikur miðað við raunveruleikann í Mexíkó. Myndin fjallar um rán á barni í Mexíkó og er heldur ofbeldisfull. Viðmælandi minn tjáði mér að hún hefði misst tvo vini sína. Ekki í sama mannráninu heldur tveimur. Hugsið ykkur. Ég talaði við einn innfæddan Mexíkóbúa sem hefur lent í því með nokkurra ára millibili að góðum vinum hennar var rænt, lausnargjalds krafist og þeir svo drepnir á hroðalegan hátt. Líki annars var hent að útidyrum foreldranna. Hún segir að það sé algerlega á hreinu að lögreglumenn í Mexíkó séu beinir þátttakendur í hinum tíðu mannránum. Lögreglan er gerspillt. Herinn líka, og mjög margir stjórnmálamenn. Hugsið ykkur að búa í þjóðfélagi þar sem helstu grunnstoðirnar eru morknar. Ef það er brotist inn hjá þér er lögreglan síðasta úrræðið. Ég hlustaði orðlaus á þessar lýsingar. En hún sagði mér líka að landar sínir væru hamingjusamir og glaðværir þrátt fyrir þessa óværu sem þeir hafa lært að lifa við og sætta sig við. Hins vegar lifðu Bandaríkjamenn við meira öryggi en væru upp til hópa vansælir, þreyttir og þjakaðir af vinnu.
Við eigum gott að búa á Íslandi.

0 comments on “Er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómyndirnar?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: