Sjáið tindinn – þarna fór ég!


Þeir eru stoltir af uppbyggingunni hér í Shanghai Kínverjarnir. Og hún er sannarlega með hreinum ólíkindum. Myndasería af tilteknu landsvæði á árabilinu 1996-2006 sýnir magnaða þróun þar sem skýjakljúfunum er raðað upp, hlið við hlið, ár eftir ár. Hæsta mannvirkið hér er perla austursins – Oriental Pearl Tower (http://www.smeg.com.cn/en/liveshow/). Turninn er 468 metrar ef ég man rétt. Hægt er að komast með lyftum upp í 350 m hæð. Lyfturnar fara svo hratt að maður fær hellu fyrir eyrun. Útsýnið uppi er vafalaust stórkostlegt. Ég veit ekki mikið um það, enda þótt ég hafi gert mér ferð þangað upp. Af hverju? Skoðið myndina. Þétt mistur birgði sýn – en reyndar eru myndirnar tvær teknar með dags millibili. Samt segja staðarmenn að hér sé engin mengun. Mér kom í hug ljóðlínan “Ég lifi í draumi, dreg hvergi mörkin, dags og nætur”. Það vill til að ég er með bókina “The Hype about Hydrogen” á náttborðinu. Þar skrifar Joshep J. Romm, fyrrum ráðgjafi Clintons forseta í orkumálum, um umhverfsivandamálin, gróðurhúsaáhrifin og viðblasandi hörmungar ef ekkert verður að gert. Jafnframt varar hann við trú á skyndilausnir og bendir löndum sínum á að verulegar breytingar þurfi að verða í Bandaríkjunum til að snúa megi við af óheillabrautinni.

0 comments on “Sjáið tindinn – þarna fór ég!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: