Af hverju er mikið um feitt fólk hér?


Jay Leno gerir reglulega grín að holdarfari landa sinna og uppsker jafnan hlátur meðal áhorfenda – að vísu er ekki loku fyrir það skotið að sá hlátur sé af bandi eins og tíðkast í bandarísku sjónvarpi. En það er staðreynd að holdarfar innfæddra er – mjög oft – alveg hrikalegt. Algeng sjón er fólk sem er beinlínis afmyndað af spiki því margir eru eitthvað svo “óeðlilega” feitir, ef þið skiljið hvað ég á við.
Ég ákvað að gera dálitla samanburðarrannsókn til að skoða ástæður þessa. Hér í Cambridge er heilmikil Kringla sem þeir kalla Cambridge Galleria, eða eitthvað í þá átt. Þessi Kringla rekur rútu sem er í stanslausum ferðum á milli Kendall lestarstöðvarinnar hér á MIT og Kringlunnar. Rútan er iðulega stappfull af fólki. Jæja, ég gerði mér ferð í Kringluna í dag. Ég gekk rösklega og var nákvæmlega 10 mínútur frá Kendall og í Kringluna. Að afloknum erindum mínum lá leiðin tilbaka á MIT. Í þágu vísindanna varð ég auðvitað að taka rútuna tilbaka – þetta var nú einu sinni samanburðarrannsókn 🙂 Biðin eftir rútunni tók um 8 mínútur. Sjálf ökuferðin tók 5 mínútur. Ég hefði því verið mun fljótari tilbaka hefði ég gengið.
Kannski gefur þessi litla samanburðarrannsókn örlitlar vísbendingar um ástæður fyrir hinu herfilega holdarfari sem maður sér hér allt í kring. Hins vegar vil ég nú líka benda á þá upplifun mína hér vestra að það jaðrar við að umhverfið sé beinlínis fjandsamlegt gangandi fólki. Víða vantar göngustíga og umferðarljós á gatnamótum eru yfirleitt stillt þannig að gangandi fólki er ætlað að bíða lon og don en bílaumferð á að ganga sem greiðast fyrir sig. Fólki er því etv. nokkur vorkunn að vera ekkert mikið á röltinu.

3 comments on “Af hverju er mikið um feitt fólk hér?

  1. Er þetta lifandi köttur á myndinni !??!

    Like

  2. Er þetta lifandi köttur á myndinni !??!

    Like

  3. Já, eftir því sem ég best veit!

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: