Verkefnastjórnun á fjölunum


Hér kemur örstutt innlegg um mál sem ég hef verið að fást við hér ytra. Nemendahópur á mínum vegum safnaði í vor upplýsingum um notkun verkefnastjórnunar í íslensku leikhúsunum. Hópurinn stóð sig vel og safnaði býsna vönduðum upplýsingum með viðtölum og skoðanakönnunum. Ég hef unnið úr þessum gögnum og er að ljúka við grein sem fær heitið “Project Management on Stage”. Meðhöfundur minn er leiðtogi nemendahópsins, Jens Þórðarson. Þetta er – að ég held – áhugaverð grein sem mun nýtast leikhúsfólki við að þróa betri og markvissari stjórnunaraðferðir. Við hyggjumst senda þessa grein til birtingar í viðurkennt vísindarit á viðeigandi sviði. Það verður gaman að sjá hvort greinin fæst birt í leiklistartímaritum, sem fjalla nú yfirleitt um hinar listrænni hliðar leikhússins. Raunar ætlum við að snara greininni á íslensku og fá hana birta heima því við teljum að hún geti komið íslensku leikhúsfólki að góðu gagni.

0 comments on “Verkefnastjórnun á fjölunum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: