Gestir á Grampian

Aftur er ég með góða gesti, í þetta skiptið er það fjölskyldan – Bylgja og Andri Snær – þau dvelja hjá mér síðustu vikuna mína hér í Boston. Það var auðvitað sett upp nákvæmt skipulag fyrir þessa daga: Sunnudagur – Cambridge. Mánudagur – Freedom trail og Fenuill. Og svo framvegis. En veðrið hefur sett strik í reikninginn, það hefur rignt dálítið og dagskráin hefur riðlast. En samt er nú búið að gera ýmislegt, skoða háhýsi og Harvard, labba frelsistúrinn og skoða Fenuill markaðinn, fara í vísindasafnið (vill einhver giska á hvaða fyrirbæri úr vísindasafninu er á meðfylgjandi mynd?) og fleira. Við fórum meira að segja á frábæra tónleika í Berklee þar sem kennarar fluttu eigin tónsmíðar. Einhverjir alflottustu tónleikar sem ég hef sótt. Ekki má heldur gleyma því að við þáðum heimboð hjá gestgjafa mínum hér á MIT og snæddum kvöldverð á heimili hans í Lexington. Það var sérlega notaleg kvöldstund. Það er auðvitað búið að versla töluvert og sér vart fyrir endann á því. Stefnan er tekin á Cape Cod á morgun, ef veður leyfir.

0 comments on “Gestir á Grampian

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: