Kvatt í kampavíniÞað var kveðjustund hér í gærkvöldi þegar ég kvaddi vini mína Hong (frá Taiwan, er í PhD námi við Harvard), Youngo (frá Kína, er læknir og doktor í neural science, vinnur á rannsóknastofu á MIT) og Patrick ( frá Írlandi, yfirmaður á einu fínasta hótelinu í Boston). Ég var búinn að kveðja Mary og Andy sem eru í siglingu í Karabíska hafinu. Patrick lagði til dýrindis kampavín (Perrier Jouet). Hann veit allt um fín vín og mat og þegar hann heyrði að ég væri í rauðvínssmökkunarklúbbi færði hann mér tvær flöskur af dýrindis rauðvíni til að fara með heim. Það verður því boðað til fundar í hinum æruverðuga klúbbi “Rauðnef” á allra næstu vikum. Helst hefði ég auðvitað viljað hafa Patrick með til að stjórna athöfninni. Hver veit nema það geti gengið upp !

0 comments on “Kvatt í kampavíni

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: