Merkilegt grjót ?


Fórum á bensanum hans Andy suður á bóginn í gær, skruppum fyrst niður á Cape Cod. Fórum rétt yfir skipaskurðinn Cape Cod Canal sem var grafinn á tímabilinu 1909 – 1916. Hann er um 30 km langur og 500 m breiður. Glæsilegt mannvirki. Cape Cod er gríðarlega vinsæll sumardvalarstaður og þar eru frábærar baðstrendur. Svo var keyrt upp til Plymouth sem er lítill bær við ströndina, 15 km fyrir ofan skipaskurðinn. Þetta er huggulegur sjávarbær og þar er eftirlíking af Mayflower, skipi sem kom yfir hafið frá Englandi um 1620 með landnámsmenn. Um 1650 voru víst 20.000 landnemar komnir frá Englandi og um 1958 var smíðuð eftirlíking af Mayflower í Englandi, henni siglt yfir Atlantshafið í kjölfar landnemanna, og komið fyrir í Plymouth þar sem safn var sett upp. Þetta þótti okkur athyglisvert. Ég ákvað þó að leggja ekki út í það í Plymouth að leiðrétta þann algenga misskilning hér vestra að spanjóli hefði fundið Ameríku árið fimmtánhundruðogeitthvað. Í Plymouth var líka grjót með áletruninni 1620. Þetta kalla þeir Plymouth Rock og telja að þetta hafi verið fyrsti bletturinn í nýja landinu sem landnemarnir snertu við komuna frá Englandi. Wikipedia kallar þetta “the most disappointing landmark in America” og ég verð að vera sammála. Ótrúlegt uppátæki að byggja mustri í grískum stíl utan um þennan ómerkilega grjóthnullung.

0 comments on “Merkilegt grjót ?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: