Á heimleið

Jæja, þá er nú lokið þessari Bostondvölminni og stefnan tekin heim á leið. Búinn að kveðja skrifstofuna mína og helstu tengiliði. Ég er alveg sérstaklega ánægður með tímann hér í Boston. Get mælt með þessari þægilegu og fallegu borg við hvern sem er. Það var frábært að dvelja á MIT og ég kom miklu í verk. Við sjáum til á næstu mánuðum hvort ég fæ eitthvað birt af því sem ég var að grúska við hér ytra. Og ég hef rökstuddan grun um að leið mín eigi eftir að liggja aftur til Boston 🙂 Með heimferðinni eru mestar líkur á að þessari bloggtilraun minni ljúki því þegar ég er kominn í rútínuna veit ég ekki hvort mér endist andagift og tími til að skrifa eitthvað hingað á öldur ljósvakans. Reynslan verður að leiða það í ljós. En ég vil nú þakka þeim sem hafa nennt að fletta upp á mér hér á veraldarvefnum og lesa þessa pistla mína. Ég veit að þeir hafa glatt einhverja, sjálfur hef ég auðvitað haft mest gaman af þessu.

0 comments on “Á heimleið

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: