Til hvers er STEF?

Af gefnu tilefni hef ég ritað svohljóðandi bréf til STEF í dag, 11. mars 2010:

Góðan dag
Mér hefur borist bréf frá samtökunum þar sem mér er boðið að taka þátt í atkvæðagreiðslu í fulltrúaráð STEFS. Nú veit ég ekki til að ég hafi gengið í þessi samtök og þessi beiðni er einkennileg þegar ég hef engar upplýsingar um hlutverk þessa fólks, hvað þá heldur mismunandi sýn þess á hlutverk sitt. Ekkert slíkt kemur fram í bréfinu. Raunar hef ég stórar efasemdir um forgangsröðun í starfi STEF og mér þætti gagnlegt að fá svör við nokkrum spurningum þar að lútandi.
Sjálfur er ég laga- og textahöfundur en það er ekki atvinna mín. Efni eftir mig hefur komið út á nokkrum hljómdiskum. Mér þykir eðlilegt að ég fái höfundargreiðslur fyrir útgáfu á efni mínu á hljómdiskum sem og flutning á efni mínu í útvarpi og sjónvarpi. Öðru máli gegnir um rukkun á höfundargjöldum fyrir lifandi flutning á tónleikum og tilgangur þess er mér gersamlega hulinn. Ég hef ekki beðið um slíka innheimtu í mínu nafni og mér finnst gersamlega út í hött að geta ekki flutt mitt efni sjálfur opinberlega, án þess að þurfa að greiða fyrir það. Raunar gerði ég enga athugasemd við það þó kollegar mínir í stétt tónlistarmanna flyttu tónlist eftir mig á tónleikum, ég fer ekki fram á neitt endurgjald fyrir slíkt.
Ég vil halda því fram að þessi viðleitni STEF, og hertar innheimtuaðgerðir í þessa veru síðustu misseri, sé beinlínis hamlandi fyrir framþróun tónlistar á Íslandi og gangi þannig þvert gegn hagsmunum tónlistarmanna.
Mér þætti fengur í að fá svör við eftirfarandi spurningum:
– Hver er kostnaður við það að elta uppi tónleikahald á Íslandi og innheimta höfundargjöld?
– Hve miklu fé er aflað í innheimtu höfundargjalda vegna tónleikahalds á Íslandi?
– Hve mikið fé er greitt til rétthafa vegna tónleikahalds á Íslandi?
Einnig þætti mér fengur í að fá viðhorf frambjóðendanna hvað ofangreind mál varðar.
Með virðingu,
Dr. Helgi Þór Ingason
verkfræðingur.

Frambjóðendurnir eru annars Andrea Gylfadóttir, Björgvin Halldórsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, Eyjólfur B. Eyvindarson, Ólafur Arnalds, Óttarr Ólafur Proppé, Stefán Hilmarsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Þórhallur Kaldalóns Jónsson.
Ef þeir sjá þessa færslu (sem ekki telst líklegt) mega þeir alveg skrifa eitthvað frá sínum bæjardyrum til að auðvelda mér valið.

0 comments on “Til hvers er STEF?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: