Mismunun

Við tölum gjarnan um jafnrétti kynjanna á tyllidögum, að allir hafi sama borgaralega rétt og fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Margt hefur áunnist og það er vel – þó spottakorn kunni enn að vera ófarið.
En hver hefði trúað því að í perlu íslenskrar náttúru, í hinu heilaga grali þjóðarsálarinnar, í himnesku afdrepi mörlandans, í hinni stórkostlegu vin afgirtri af fjöllum og ám, í þessum sælureit sem við köllum Þórsmörk – að þar þrifist í upphafi 21. aldarinnar kolsvört birtingarmynd fornrar kynjamismununar?
Ferðalúnir ferðalangar sem á í Básum vilja þrífa af sér svita og vegaryk. Það er kalt að baða sig í Krossá og ekki líklegt til árangurs, auk þess að vera hættulegt. Það er því ekki í önnur hús að venda en aðstöðuna í Básum sem Útivist rekur. Þar er vissulega hægt að að komast í sturtu, en dýrt er Drottins orðið. Enda þarf að hita upp vatnið í Þórsmörk og þar eru orkugjafar aðfluttir. Það er því skiljanlegt að hver mínúta í sturtunni sé dýr, nánar tiltekið kostar það 400 krónur fyrir strák að fara í sturtu sem varir í tvær og hálfa mínútu. Þetta er skammur tími. Og sturtan hefur raunar verið ísköld í þau skipti sem ég hef þurft að nýta mér þessa þjónustu. En það sem kemur spánskt fyrir sjónir er að stelpur sem vilja í sturtu fá að njóta fjögurra mínútna undir sturtubaðinu, fyrir sömu 400 krónurnar.
Af hverju? Er það af því stelpur hafa meira hár en strákar? Hvers konar fornaldarviðhorf væri það? Hvers á þá Kormákur frændi minn að gjalda sem er bæði hár- og skeggprúður. Eða Siggi vinur minn sem hefur reyndar lítið ár á höfði en þeim mun meira hár á bakinu.
Ég skora á Útivist að leiðrétta þegar þessa ósvinnu og tryggja sjálfsagt og eðlilegt jafnrétti í sturtuböðunum í Básum. Og um leið væri vel þegið að tryggja viðskiptavinunum að þeir fái heitt vatn þessar mínútur sem þeir borga fyrir dýru verði, en ekki ískalt vatnið úr hinum fögru fjallalækjum í Þórsmörk.

0 comments on “Mismunun

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: