Hver vegur að heiman er vegurinn heim

Fagleg verkefnastjórnun er stjórnunaraðferð sem náð hefur gríðarlegri útbreiðslu á stuttum tíma. Hin hraða útbreiðsla verkefnastjórnunar tengist samfélagslegum breytingum, aukinni þekkingu, alþjóðavæðingu og aukinni alþjóðlegri samkeppni sem kallar á ný vinnubrögð, meðal annars aukna áherslu á teymisvinnu og samstarf. Síðast en ekki síst tengist hún auknum kröfum um viðbragðsflýti, hraða og skilvirkni í að mæta kröfum viðskiptavina og annarra hagsmunaaðila.

Verkefnastjórnun kemur mörgum fyrir sjónir sem aðferð til að undirbúa og stjórna afmörkuðum viðfangsefnum sem kallast verkefni. Hún er vissulega það, en miklu meira – því verkefnastjórnun er alhliða stjórntæki vaxandi fjölda fyrirtækja og stofnana sem skipuleggja starf sitt að meira eða minna leyti sem verkefni. Upphaf verkefnastjórnunar er stundum tengt við gríðarlega flókið þróunarverkefni á vegum bandarískra stjórnvalda um miðja 20. öld. Þar var lagt af stað við að þróa afurð sem sýna mátti fram á fræðilega að hægt væri að búa til, en enginn hafði hugmynd um hvernig það mætti gera í raun. Niðurstöðunni var að lokum náð með því að fara óhefðbundnar leiðir, prófa margar mismunandi nálganir samtímis, og velja loks þær leiðir sem voru færar. Því er gott að hafa í huga að rætur verkefnastjórnunar sem fræðigreinar eru nokkuð frábrugðnar þeirri mynd sem fá má af faginu með því að kynna sér einvörðungu alþjóðlega staðla og hugtakagrunna. Þetta ættu allir þeir sem áhuga hafa á verkefnastjórnun að hafa í huga; hún er fjölbreytt, áhugaverð, hagnýt og skemmtileg fræðigrein í stöðugri þróun og örri útbreiðslu.

0 comments on “Hver vegur að heiman er vegurinn heim

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: