Um ást okkar, yndi og fögnuð

Verkefnastjórnun sem stjórnunaraðferð spratt upp úr nálgun tæknimanna í flóknum þróunarverkefnum í Bandaríkjunum og snérist í upphafi um stærðfræðilegar aðferðir til að endurspegla verkefni myndrænt og reikna út þann tíma sem tekur að ljúka verkefnum. Með öðrum orðum, að líta á verkefnið sem kerfi og beita bestunarðferðum til að skilja kerfið og ná sem mestu út úr því. Þessi nálgun er ágæt, svo langt sem hún nær. Þeir sem þekkja til verkefna og verkefnastjórnunar vita þó að alvarlegustu vandamálin í stjórnun og umsýslu þeirra snúast sjaldnast um of- eða vanáætlun á verktímanum.
Sérstaða verkefna er fólgin í því að að þau eru sérstök tegund kerfa; þau eru félagsleg kerfi sem samanstanda af fólki en ekki vélum. Til að öðlast skilning á verkefnum – og ná árangri í stjórnun þeirra – er því nauðsynlegt að hafa innsýn í mannlegt atferli, drifkrafta fólks, skilja samspil milli einstaklinga og vandamál í samskiptum þeirra, hvað vekur þeim gleði og fögnuð, og hvað veldur þeim áhyggjum.
Ofangreind sannindi eiga vitaskuld við um stjórnun í víðasta skilningi. Viðskiptaumhverfi dagsins í dag einkennist af flóknu samspili fyrirtækja og teyma; deildir innan þekkingarfyrirtækja vinna saman til að styrkja innviðina eða búa til virði fyrir viðskiptavini og í vaxandi mæli þurfa þekkingarfyrirtæki að vinna saman að viðfangsefnum fyrir kröfuharða viðskiptavini, þar sem þörf er á samstillingu aðfanga og þekkingar sem látin er í té af fleiri en einu þátttökufyrirtæki. Í þessum flóknu verkefnum eru kallaðir til forystu einstaklingar sem skilja eðli samskipta og geta hvatt fólk til góðra verka með jákvæðum hætti og miðlun upplýsinga, fremur en hefðbundu boðvaldi – sem skilar takmörkuðum árangri í nútímalegum þekkingarfyrirtækjum.

0 comments on “Um ást okkar, yndi og fögnuð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: