Hér er ég og ég heiti…

Hvað merkir starfsheitið verkefnisstjóri? Trúlega vefst það ekki fyrir lesendum þessa bloggs að svara því. Verkefnisstjóri er sá sem beitir faglegum aðferðum verkefnastjórnunar til að halda utan um verkefni og skila tilteknum niðurstöðum á réttum tíma og réttum kostnaði. Hann þarf að vera skipulagður og hafa góð tök á mannlegum samskiptum því oftast stjórnar hann með upplýsingum og áhrifum fremur en með beinu boðvaldi. Hann þarf að hafa góðan skilning á stefnu fyrirtækisins, ferlum þess, stjórnskipulagi og menningu – til að skilja samhengi verkefnisins og fyrirtækisins. Verkefnastjórnun er án nokkurs vafa faggrein sem menn geta sérhæft sig í, bæði með því að stúdera fagið í skóla en ekki síður með því að öðlast reynslu og læra markvisst af henni.
Vandinn er sá að starfsheitið verkefnisstjóri hefur enga slíka merkingu fyrir þorra almennings. Nýleg rannsókn í MPM námi við HR sýnir að þegar fyrirtæki og stofnanir auglýsa eftir verkefnisstjóra bera auglýsingar þeirra oft fátt annað með sér en að leitað sé að starfsmanni, hugsanlega til að bera einhverskonar ábyrgð á tilteknu máli eða málaflokki. Margar opinberar stofnanir og sveitarfélög nota starfsheitið verkefnisstjóri fyrst og fremst til að raða starfsfólki í launaflokka. Hér hefur alltof lítið áunnist á liðnum áratug, þrátt fyrir stóraukna útbreiðslu verkefnastjórnunar í atvinnulífinu, töluvert framboð af sérhæfðu námi í verkefnastjórnun, sem og alþjóðlegar vottanir.
Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi í samfélagi okkar að verkefni séu undirbúin og framkvæmd með faglegum hætti. Opinber umræða virðist stundum snúast um að það sé einhverskonar náttúrulögmál að verkefni fari út af sporinu. Þetta er vitaskuld helbert kjaftæði. Það er brýn nauðsyn að efla vitund í samfélaginu um að verkefnastjórnun er faggrein. Kannski er kominn tími til að ræða alvarlega um hvort stefna beri á lögverndun starfsheitisins. Fróðlegt verður að fylgjast með þróuninni í Bretlandi þar sem allt bendir til þess að starfsheitið verkefnisstjóri verði lögverndað á komandi mánuðum.

0 comments on “Hér er ég og ég heiti…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: