Er verkefnastjórnun í Kína öðruvísi en á vesturlöndum?

Í desember síðastliðnum sótti ég aðra 2. rannsóknaráðstefnu IPMA sem fram fór í  Kína. Þar var boðið upp á áhugaverða fyrirlestra og kynningar og í nokkrum örstuttum greinum ætla ég að segja frá því helsta sem þar kom fram.
Ráðstefnan var haldin í viðskiptaháskólanum í Tianjin sem er í 2 klst akstursfjarlægð frá Beijing. Kínverskir prófessorar voru áberandi í hópi fyrirlesara og töluvert var fjallað um hvernig verkefnastjórnun er útfærð í Kína, sögu hennar og muninn á verkefnastjórnun í Kína og á vesturlöndum.
Það liggur djúpt í menningu kínverja að breytingar séu eðlilegar og hluti af lífinu. Til er ævaforn bók sem heitir “Book of change” sem fjallar um þetta. Þar kemur meðal annars fram að ef umhverfið breytist þurfi mannfólkið helst að breytast á undan umhverfinu. Á það var bent að þessi speki er ólík vestrænni nálgun sem gengur fremur út á að bregðast við eftirá.
Engu að síður hafa kínverjar tileinkað sér verkefnastjórnunarfræði frá vesturlöndum og nýtt sér það besta úr þeim. Sumt af því hefur þó átt erfitt uppdráttar í Kína, til dæmis hafa bandarísku verkefnastjórnunarsamtökin PMI átt erfitt með að festa rætur í Kína, með sína miklu miðstýringu og áherslu á algildan sannleik hugtakagrunnsins PMBok sem litið er á sem nokkurs konar heilaga ritningu um verkefnastjórnun víða um heim. Kínverjar eru ekki móttækilegir fyrir þessum stóra sannleik PMI.
Kynntar voru niðurstöður rannsóknaverkefnis sem fjallaði um samanburð á verkefnastjórnun í Kína og Þýskalandi. Rætt var við stjórnendur margra kínverskra fyrirtækja og stjórnendur jafnmargra þýskra fyrirtækja. Meðal annars kom þar fram að stjórnendur kínverskra fyrirtækja líta á verkefni sem miklu mikilvægari þátt í starfsemi sinni en stjórnendur þýskra fyrirtækja. Einnig kom þar fram að 71% kínversku fyrirtækjanna eru skilgreindir farvegir fyrir starfsþróun og stöðuhækkanir hjá þeim sem sinna verkefnastjórnun. Sambærilega tala var 30% fyrir þýsku fyrirtækin.

Margt fleira áhugavert kom fram um verkefnastjórnun í Kína og ljóst að vesturlandabúar geta lært heilmikið af kínverjum í verkefnastjórnun. Hins vegar var einnig á það bent að stjórnun verkefnastofna og verkefnaskráa er enn sem komið er vanþóaðri í Kína en á vesturlöndum.

0 comments on “Er verkefnastjórnun í Kína öðruvísi en á vesturlöndum?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: