Ísland úr fjarska

Ég sit á skólabekk í Danmörku, fæ þar þjálfun í að skoða verkefni og meta hvað það er sem einkennir afburðaverkefni. Þetta er afskaplega gagnleg umræða og það er að sönnu frábært að til eru aðferðir til að svara svona spurningum. Til eru matslíkön og hlutlægar og huglægar breytur sem hjálpa áhugasömum að greina á milli sleifarlags, meðalmennsku og afburða þegar kemur að stjórnun verkefna. Til að beita slíkum aðferðum þurfa menn að nálgast viðfangsefnið af hógværð og auðmýkt, ræða málefnalega saman og skilja hið stóra samhengi hlutanna. Við sem sitjum þetta námskeið erum ekki alltaf sammála. En við komumst jafnan að niðurstöðu með því að tala saman. Ég mun ábyggilega fjalla betur um þessa þjálfun mína hér á blogginu mínu, þótt síðar verði.
Á sama tíma og ég sit hér á skólabekk í Danmörku stelst ég (í kaffitímunum!) til að  lesa fréttir úr heimi stjórnmálanna heima á Íslandi. Ég fæ ekki varist því að bera saman umræður í kennslustundum og umræðuna í íslenskum stjórnmálum, eins og hún blasir við mér.
Ég fagna málefnalegri umræðu, ég er þakklátur fyrir að fá tækifæri til að spegla skoðanir mínar og viðhorf í öndverðum skoðunum annarra – í samræðu sem grundvallast á gagnkvæmri virðingu. En hvað á maður að gera andspænis málflutningi þar sem málefni virðast aukaatriði, viðurkenndar aðferðir og verklag eru virt að vettugi, viðbrögð eru ógagnsæ og ófyrirsjáanleg og rætt er af óvirðingu og hroka um fólk og hópa sem aðhyllast aðrar skoðanir?
Ég stend mig að því að hraðfletta dagblaðinu, loka vafranum, slökkva á sjónvarpinu. Velja bara einhverja fallega tónlist í símanum mínum og láta stjórnmálin lönd og leið.

0 comments on “Ísland úr fjarska

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: