Við hljótum að vera skyld Írum?

Enn er ég staddur á erlendri grundu í embættiserindum fyrir IPMA, alþjóðleg samtök verkefnastjórnunarfélaga. Að þessu sinni er ég í Dyflini – í fyrsta sinn á írskri grundu. Ég funda með rannsóknaráði IPMA og markar fundurinn upphafið á öðru kjörtímabili mínu. Ég er nokkuð rogginn yfir því að fá að sitja í þessu fámenna ráði sem á að marka stefnu IPMA í rannsóknum í verkefnastjórnun. Samstarfið hefur skilað greinum sem hafa fengið ágætar viðtökur, einnig höfum við unnið að þróun staðla og alþjóðlegra verðlauna í verkefnastjórnun, og við höfum skilgreint nýja alþjóðlega rannsóknaráðstefnu IPMA og haldið hana í tvígang. Síðast en ekki síst hefur rannsóknateymi frá litla Íslandi, skipað Hauki Inga Jónassyni og Ólöfu Emblu Eyjólfsdóttur auk mín, haft veg og vanda af að þróa nýjar siðareglur fyrir samtökin, í nafni þessa rannsóknaráðs. Ég ætla að segja nánar frá þessu við betra tækifæri.

Tvennt brýst um í huga mínum á þessu föstudagskvöldi, þegar fundahöldum er lokið í bili. Annars vegar er ég minntur á það hversu miklu það getur skilað að starfa með fólki sem hefur annan bakgrunn og aðra sýn á tilveruna en maður  hefur sjálfur. Í ráðinu hef ég starfað með heimsúrvali fræðimanna í faginu, frá Asíu, Evrópu, Ástralíu og Bandaríkunum. Umræðan getur verið kraftmikil og átakamikil en ef fólk ber virðingu hvert fyrir öðru – og hræðist ekki gagnrýni – þá kemur eitthvað mikið og merkilegt út úr slíkri umræðu.

Hitt sem mér finnst áberandi þegar ég labba um hér í Dyflini er að mér finnst fólkið ótrúlega líkt löndum mínum í útliti. Hvert sem ég lít sé ég fólk sem gæti allt eins verið Íslendingar. Og hjálpsemi og gestrisni heimamanna er mikil. Ég labbaði í miðbæinn í gær og þrisvar staldraði ég við til að átta mig á hvar ég var. Í öll skiptin liðu ekki nema fáeinar sekúndur áður en góðviljaður heimamaður vatt sér að mér, spurði hvort ég væri villtur og bauð fram aðstoð. Og sögurnar um að í Dublin sé lifandi tónlist á hverju götuhorni og hverjum bar? Þær eru sannar 🙂

0 comments on “Við hljótum að vera skyld Írum?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: