Samfélögin verða verkefnadrifin

Alþjóðasamtök IPMA verðlauna árlega vísindamann fyrir ævistarf í þágu verkefnastjórnunar. Að þessu sinni hlýtur þau prófessor Hans Georg Gemünden við Berlin Institute of Technology. Fyrir fáeinum árum stýrði hann rannsókn ásamt Yvonne Schoper prófessor við HTW háskólann í Berlín, þar sem rýnt var í á hvaða vegferð verkefnastjórnun væri sem faggrein. Í rannsókninni var rætt marga fagmenn og fræðimenn í verkefnastjórnun – frá ýmsum löndum. Niðurstöður sínar settu höfundar fram sem nokkrar almennar tilhneigingar (e. trend) sem greint hefur verið frá, m.a. í tímariti Þýska Verkefnastjórnunarfélagsins (projectManagementaktuell, tölublaði 5 árið 2014). Í örfáum pistlum ætla ég að greina stuttlega frá helstu niðurstöðum þessarar rannsóknar, til fróðleiks fyrir íslenska áhugamenn um verkefnastjórnun.
Fyrsta tilhneigingin gengur út á að heilu samfélögin þróast í átt til þess að verða verkefnadrifin (e. projectification of societies). Þetta endurspeglar að verkefnastjórnun nær útbreiðslu í öllum greinum atvinnulífsins bæði iðnaði og á vettvangi hins opinbera. Verkefni verða mikilvægari, áhrif þeirra eru metin meiri, aðferðir verkefnastjórnunar fá meiri viðurkenningu, gerðar eru meiri kröfur til þeirra sem stjórna verkefnum og faglegri verkefnastjórnun vex fiskur um hrygg. Á síðustu árum hefur vægi verkefna stóraukist í því hvernig fyrirtæki af ýmsum sviðum búa til virði fyrir viðskiptavini sína. Stöðugt fleiri atvinnu- og iðngreinar nýta sér aðferðir verkefnastjórnunar til að takast á við flókin viðfangsefni og þessi þróun heldur áfram, ef marka má niðurstöður rannsóknarinnar. Sívaxandi hluti af virðissköpun samfélagsins og þjóðarframleiðslu fer fram í gegnum verkefni. Færni í verkefnastjórnun verður af þessum sökum kjarnafærni fyrir allan almenning. Ekki einungis tæknimenn og stjórnendur iðnfyrirtækja þurfa kunna skil á verkefnastjórnun heldur einnig fólk í greinum þar sem minni hefð er fyrir verkefnastjórnun.
Sérstaklega er bent á að verkefnamiðun samfélagsins felur í sér að í öðrum greinum, svo sem menntakerfi, rannsóknum, heilbrigðiskerfi, menningu og fleira, þá eykst mikilvægi verkefnastjórnunar stöðugt og notkun hennar verður almenn á öllum sviðum samfélagsins og í daglegu lífi borgaranna.

0 comments on “Samfélögin verða verkefnadrifin

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: