Kína – dæmi um verkefnadrifið samfélag?

Ég má til með að skrifa framhald af síðasta pistli mínum þegar ég var að tala um verkefnamiðun (e. projectification) samfélaga. Ég er á heimleið af 3. rannsóknaráðstefnu IPMA sem fór að þessi sinni fram í Höfðaborg. Þetta var verulega áhugaverð ráðstefna og ég á eftir að segja meira frá henni síðar. En mig langar að segja því sem kom fram í erindi Anbang Qi, sem er hinn kínverski kollegi minn í rannsóknaráði IPMA (RMB – Research Management Board).
Anbanb er prófessor við Nankai háskólann í Kína og einn af forsvarsmönnum kínverska verkefnastjórnunarfélagsins. Hann lýsti þeim áskornum sem Kínverjar standa frammi fyrir. Þar hefur árum saman verið gríðarlegur hagvöxtur sem núna hefur dregist saman ár frá ári. Hagvöxturinn hefur verið drifinn áfram af framleiðslu á vörum úr hráefnum sem gjarnan eru innflutt. Þeim eru umbreytt í neysluvörur með ódýru vinnuafli og með tilheyrandi mengun sem svo sannarlega veldur miklum vanda í Kína. Kínverjar hafa í áratug markvisst verið að leggja áherslu á að umbreyta samfélaginu, draga úr áherslu á framleiðslu, auka áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og uppbyggingu þekkingarsamfélags.
Og hvernig ætla þeir að fara þeir að þessu? Anbang segir að lykillinn að þessari þróun sé að Kína sé verkefnadrifið þjóðfélag. Þetta er grundvallarhugmyndafræði stjórnvalda. Stefnu er hrundið í framkvæmd með gríðarstórum langtíma verkefnum (e. programmes – meðvitað ætla ég ekki að nota íslenska orðið verkefnastofn að þessu sinni). Hugtakið varanleg skipuheild er hverfandi en meiri og meiri áhersla er lögð á hið tímabundna skipulag, teymi og jafnvel fyrirtæki sem eru stofnuð utan um tiltekin verkefni en leyst upp þegar þeim lýkur.

Verkefnastjórnun er reyndar ekkert nýtt fyrirbæri í Kína, grunnhugmyndir verkefnastjórnunar eiga sér djúpar rætur í heimspeki austurlanda fjær. En það verður svo sannarlega fróðlegt að sjá hvernig Kínverjum tekst að takast á við aðsteðjandi vandamál og breytast úr því að vera framleiðslusamfélag yfir í að vera nýsköpunar- og þekkingarsamfélag, með því að nýta sér verkefnamiðun samfélagsins.

0 comments on “Kína – dæmi um verkefnadrifið samfélag?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: