Helmingur stjórnenda einkafyrirtækja í Bretlandi er á höttunum eftir verkefnastjórum

Í Bretlandi er sterk hefð fyrir verkefnastjórnun og þarf starfar APM, breska verkefnastjórnunarfélagið, gríðarlega öflugt og stærsta aðildarfélag IPMA, Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Þess má geta að APM hefur hlotið verðlaun sem bestu félagasamtök (“best association”) i Bretlandi.
APM gefur ársfjóðungslega út vandað fagtímarit sem ber heitið “Project – the voice of the project management community.” Í nýjasta tölublaðinu, frá sumrinu 2016, eru margar áhugaverðar greinar en mig langar að vekja sérstaka athygli á grein sem ber titilinn “Half of private companies looking to hire project managers.” Þessi fyrirsögn vakti athygli mína og við lestur greinarinnar lærði ég að í Bretlandi er gríðarleg eftirspurn eftir verkefnastjórum í einkageiranum, vegna margvíslegra breytingaverkefna sem fyrirtækin eru að fara í gegnum. Nánar tiltekið er hartnær helmingur stjórnenda í einkageiranum að leita sér að verkefnastjórum til tímabundinnar ráðningar til að takast á við breytingaverkefni á næstu 12 mánuðum. Þessi mikla eftirspurn er sögð drifin af þörf fyrir þá sérstöku hæfni og færni sem faglegir verkefnastjórar hafa og geta nýtt sér við undirbúning og framkvæmd erfiðra breytingaverkefna. Hér er vísað til menntunar og reynslu á sviði verkefnastjórnunar.

Þessar upplýsingar frá Bretlandi koma mér í sjálfu sér ekki á óvart. Ég hef séð sömu þróun á Íslandi og eftirspurn eftir faglegum verkefnastjórum, með réttan bakgrunn – menntun og reynslu – hefur bara farið vaxandi undanfarin ár og sú þróun mun án nokkurs vafa halda áfram.

0 comments on “Helmingur stjórnenda einkafyrirtækja í Bretlandi er á höttunum eftir verkefnastjórum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: