Bretar læra af reynslunni, hvað með okkur?

Tímarit bresku verkefnastjórnunarsamtakanna APM er veglegt og geymir margvíslegan fróðleik um fagið og upplýsingar um stöðu þess og þróun. Í haustútgáfu tímaritsins vakti athygli mína grein sem ber heitið “A golden age” eða Gullárin – og fjallar um lærdóm sem draga má af fimm risastórum innviðaverkefnum í Bretlandi. Sumum þeirra er lokið en önnur eru enn á undirbúningsstigi. Þrjú þessara verkefna vil ég nefna í stuttu máli.
HS2 er hraðlest sem tengir saman borgirnar London, Birmingham, East Midlands, Leeds, Sheffield og Manchester. Vinna við fyrsta legg þessarar tengingar á að hefjast 2017 og henni á að vera fullu lokið 2033. Kostnaðaráætlun við þetta verkefni hljóðar upp á tæpa 43 milljarða punda en gagnrýnin á verkefnið felst einkum í því að önnur innviðaverkefni myndu skila meiri arðsemi en þetta tiltekna ógnardýra verkefni.
Ólympíuleikvangurinn í London var reistur sem aðalleikvangur sumarólympíuleikanna sem fram fóru í London 2012. Hann tekur 80.000 manns í sæti og er þriðji stærsti íþróttaleikvangur Bretlands. Hann kostaði 486 milljónir punda og þykir frábært dæmi um verkefni þar sem fagleg verkefnastjórnun leiddi til þess að verkefninu var skilað af réttum gæðum, á réttum tíma og á kostnaðaráætlun.
Flugstöð 5 á Heathrow flugvelli var tekin í notkun 2008 og mörgum eru í fersku minni að þá ríkti mikil ringulreið á Heathrow, mörgum flugferðum var aflýst, 15.000 töskur týndust og gríðarlegt álag var á starfsfólki mánuðum saman. Verkefnið tók alls 20 ár, frá hugmyndastiginu til fullnustu og kostnaðurinn var 4,3 milljarðar punda þegar yfir lauk. Þegar horft er tilbaka þykir mannvirkið vel heppnað en vandamálin snérust öll um þann tíma þegar notkun þess hófst og þar virðist hafa skort stórlega upp á vandaðan undirbúning og áhættustjórnun.

Það eru gömul og ný sannindi í verkefnastjórnun að við lærum mest af reynslunni. Það væri sannarlega fróðlegt að taka saman reynsluna af stórum innviðaverkefnum á Íslandi á undanförnum árum. Þá getum við nýtt vel heppnuð verkefni sem sýnidæmi um góðar aðferðir, en dregið fram hvað bera að varast með því að rýna verkefni sem betur hefðu mátt fara.

0 comments on “Bretar læra af reynslunni, hvað með okkur?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: