Laun og starfsumhverfi verkefnastjóra í Bretlandi

Breska verkefnastjórnunarfélagið APM hefur fengið stöðuna “Chartered body” þar í landi og hefur félaginu þannig formlega verið falið af hálfu breskra yfirvalda að halda utan um faggreinina verkefnastjórnun, þar með talið að skilgreina starfsheitið verkefnastjóri. Þetta eru mikil kaflaskil í sögu þessa öfluga félags og þýðir breyttar áherslur í starfseminni og félagið ætlar að rísa undir þeirri miklu ábyrgð. Í tímariti APM sem kom út í sumar sem leið er að finna samantekt á rannsókn á starfsumhverfi og launum verkefnastjóra í Bretlandi. Þar eru forvitnilegar rupplýsingar sem ég ætla að fjalla stuttlega um.
Rætt var við 5700 einstaklinga úr öllum greinum atvinnulífsins, konur og karla og fólk innan og utan samtakanna. Samkvæmt rannsókninni mun verkefnastjórnun verða enn mikilvægari í Bretlandi á komandi tímum, í ölduróti þeirra miklu breytinga sem þar eiga sér stað með útgöngunni úr Evrópusambandinu. Væntingar eru um aukna eftirspurn eftir fólki í faginu og hækkandi laun. Ennfremur kemur á daginn að nú um stundir fer konum fjölgandi innan greinarinnar, en launamunur kynjanna er enn töluverður, eða um 30%. Starfsreynsla þátttakenda var breytileg en flestir eða 19% höfðu unnið 6-10 ár í verkefnastjórnun. Áhugavert er að 15% þátttakanda höfðu einungis 2 ára starfsreynslu eða minna, og því virðist vera nokkur nýliðun. Einnig er áhugavert að sjá fjárhagslegt umfang verkefna eða verkefnastofna þátttakenda í könnuninni – tæpur þriðjungur sinnir verkefnum og verkefnastofnum sem eru mklli 3,5 og 141 milljónir króna að stærð.

Meðalárslaun þátttakenda í könnuninni voru hæst í London eða 8,7 milljónir króna en lægst á Norður Írlandi, tæplega 6,6 milljónir króna.

Viðlíka könnun og þessi hefur ekki verið gerð á Íslandi, en áhugavert væri að skoða stöðuna á Íslandi í ljósi niðurstaðna frá Bretlandi og fræðast um meðallaun í stéttinni, launamun kynjanna, starfsreynslu og umfang verkefna og fleiri þætti. Slíkur samanburður væri fróðlegur, ekki síst í ljósi nýlegrar rannsóknar á verkefnavæðingu samfélaga, þar sem gerður var samanburður á verkefnavæðingu (e. projectification) í Þýskalandi, í Noregi og á Íslandi.

0 comments on “Laun og starfsumhverfi verkefnastjóra í Bretlandi

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: