Unnið með Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Um nokkurra vikna skeið hef ég unnið með nemendum í Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-GEST) og hjálpað þeim við að búa sig undir alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun. Þetta hefur mér þótt í senn skemmtileg, gefandi og fróðleg reynsla.

 Vinna mín með nemendum Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna fellur ágætlega saman við vinnu mína með IPMA, Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga. Síðan 2013 hef ég unnið að rannsóknum og samræmingu rannsókna á vegum IPMA. Það sem maður fær út úr því að vinna með IPMA er ekki síst að vinna með fólki frá öllum heimshornum, fræðast um mismunandi menningarheima og ólíkar áskoranir sem fólk glímir við, deila reynslu sinni með öðrum og læra eitthvað nýtt um sjálfan þig. Hlutverk IPMA er að efla verkefnastjórnun um allan heim, stuðla að samstarfi þjóða og nýta margbreytileika IPMA í þágu samfélaga um allan heim. Markmið Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er að þjálfa fólk til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og samfélögum sem er verið að byggja upp eftir átök. Í náminu er lögð áhersla á að stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna í anda þriðja þúsaldarmarkmiðsins, um að unnið skuli að jafnrétti kynjanna og frumkvæðisrétti kvenna. Helsti markhópur skólans er sérfræðingar sem vinna fyrir stjórnvöld og stofnanir í þróunarlöndum og löndum sem eru í endurreisn eftir átök

Markmið IPMA og Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna falla ágætlega saman og það er sérstaklega ánægjulegt að koma á samstarfi þarna á milli. Nemendur í Jafnréttisskólanum vorið 2018 koma frá mörgum löndum eða frá Túnis, Palestínu, Serbíu, Kenýa, Mósambík, Nígeríu, Úganda, Líbanon, Afganistan, Bosníu, Malaví, Búrkína Fasó, Síerra Leóne og Svartfjallalandi. Allir nemendur undirgangast D vottun sem Verkefnastjórnunarfélag Íslands stendur fyrir í umboðið IPMA. Ég hef hitt nemendur á nokkrum vinnufundum til að undirbúa þá fyrir prófið. Við höfum talað um grunnatriði verkefnisstjórnar, sögu, helstu hugtök fagsins og hugtakagrunn IPMA, sem er grundvöllur fyrir D vottun.
Nemendur mínir í Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna eru áhugasamur og skemmtilegur hópur og ég er viss um að þeir muni standa sig vel á prófinu. Með D vottun í farteskinu verða þeir meðlimir í hinu vaxandi alþjóðlega IPMA samfélagi og ég vona svo sannarlega að þjálfun þeirra í verkefnastjórnun hjálpi þeim þegar þeir koma aftur heim, og beita þekkingu sinni til að skipuleggja og framkvæma mikilvæg verkefni sem horfa til framfara heimafyrir.

0 comments on “Unnið með Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: