Snorri á Spotify

Fáeinar línur þykir mér rétt að rita til að þakka þeim sem aðstoðuðu mig við að koma heim og saman laginu Snorri sem ég samdi sumarið 2018 þegar ég velti fyrir mér síðustu andartökum Snorra Sturlusonar í Reykholti.

Hljóðfæraleikarar og söngvarar voru sem hér segir:

  • Alma Kristín Ólafsdóttir Söngur
  • Matthías Stefánsson Gítarar
  • Erik Robert Qvick Slagverk
  • Grétar Ingi Grétarsson Kontrabassi
  • Pétur Jóhannes Guðlaugsson Bakraddir
  • Helgi Þór Ingason Harmonika

Án þess að gera upp á milli þessara listamanna langar mig að þakka systurdóttur minni Ölmu Kristínu sérstaklega fyrir sönginn, sem ég er sérlega ánægður með!

Matthías vinur minn Stefánsson kom þessu öllu heim og saman, hann stjórnaði upptökum og hljóðblandaði og tryggði fallega en leyndardómsfulla áferð á laginu.

Að síðustu læt ég textann fylgja með, en ég má til með að þakka Kormáki Bragasyni frænda mínum fyrir að teikna lýsandi mynd af yrkisefninu, síðustu stund Snorra í Reykholti.

SnorriMynd

Snorri

Í húmi nætur herinn þokast,
hlífir engum, sundin lokast.
Þú heyrir dempuð hófatökin,
hugsar með þér – hver var sökin?

Ferðaðist um fjarlæg löndin,
föðurlandsins tryggðaböndin –
huga þínum héldu í festum,
heima vildir þjóna gestum.

Krafta orðsins kunnir hemja
en kóngur fól þér höggva og lemja.
Vega enga vildir landa,
vaktir reiði nýrra fjanda.

Frelsi andans fremur valdir;
fræði nema um horfnar aldir.
Kaust að gleyma konungs vilja,
kunnir ekki hug þinn dylja.

Ógnin beið í austri svarta
ásóttu þig daga bjarta,
ofsi, níð og illar tungur
yfir haf kom atgeir þungur.

Þeir knúðu loks fram konungs blótið
og keyrðu í þig hvassa spjótið.
Á ögurstund var ekkert tapað
af öllu sem þú hafðir skapað.

0 comments on “Snorri á Spotify

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: