Fjöl

Glöggir lesendur greina að myndin sýnir píanófjöl. Ég þoldi ekki við í hljóðfæraleysinu og festi kaup á þessari djásn. Notaðist við E-bay sem er dásamlegt apparat. Ég er búinn að taka aðeins í gripinn.

Minn góði vinur Andy sem er húsráðandi hér var óskaplega spenntur yfir þessu öllu og miklu miklu spenntari en ég. Hann var búinn að hlakka til dögum saman og þegar gripurinn kom í gær var Andy eins og lítið barn sem hittir jólasveininn, að sögn konu sinnar. Andy var hjá mér þegar ég tók gripinn upp. Fyrsta lagið var óskalag, hann vildi fá að syngja Blue Moon og að sjálfsögðu varð ég við því. Ekki er þetta nú neinn Bösendorfer – enda átti ég svosem ekki von á því. Keypti fjölina því hún er svo ótrúlega létt, ekki nema 10 kg. Og ekki var hún dýr.

Ég er að vona að hljómurinn sé ekki verri en svo að ég hafi mig í að æfa mig dálítið.

0 comments on “Fjöl

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: