Við Andy fórum til Plymouth laugardaginn 9. september. Það er 45 mínútna akstur frá Boston, fallegur bær við sjóinn. Þekktur fyrir það m.a. að þar er eftirlíking af Mayflower skipinu. Erindið var annars að hlusta á jass og blústónleika undir berum himni.
Þetta var auðvitað hin besta skemmtun. Meðal annars mátti heyra Luther “Guitar Jr.” Johnson sem hefur tvisvar fengið Grammy verðlaun. Hann verðskuldar þó varla lengur þetta “Guitar Jr.” í nafninu sínu því hann sýndi litla takta á gítarinn. Samt gaman að hlusta á svo frægan mann með alveg þokkalegt band með sér.
Skemmtilegra fannst mér að hlusta á Steve March Tormé. Þetta er stórt nafn að bera fyrir söngvara en Steve ber það vel. Hann er sonur Mel Tormé. Söng lög sem pabbi hans gerði fræg. Frábær söngvari.
0 comments on “Jass á golfvellinum”