Er ekki hægt að gera betur?

Ég er verulega ósáttur við vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í hverfinu mínu, en ég bý í Seláshverfi. Ég held raunar að ástandið í austurborginni, Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi og Norðlingaholti sé ósköp svipað. Undanfarin ár hefur skort verulega á að götur í hverfum séu ruddar með sómasamlegum hætti og nægilega fljótt. Á endanum kemur kannski moksturstæki en það líða oft tvær vikur þangað til það gerist. Þá er orðið of seint að glíma við snjóinn því hann hefur þjappast niður og er orðinn að klaka, moksturstækið nær bara að krafsa í yfirborðið og gatan er lítið skárri eftir slíkan mokstur. Gatan mín heitir Deildarás og hún er stundum ófær fólksbílum dögum saman. Vikum saman getur hún verið á mörkum þess að vera fólksbílafær, ég þarf iðulega að vara vini mína og ættingja við því að leggja leið sína inn í götuna.

Svo hlusta ég á stjórnmálamenn í borginni barma sér yfir því að allt sé svo erfitt og það séu svo fá ruðningstæki og það sé svo flókið að koma öllu heim og saman og að allir séu samt að gera sitt besta. Ég er dauðleiður á þessum barlómi. Ég hef lagt leið mína í nágrannasveitarfélög og komist að því að þar tekst mönnum að ryðja götur jafnvel á sama sólarhring og snjór fellur. Til dæmis sá ég með eigin augum að það var búið að ryðja götur í íbúðahverfum í Mosfellsbæ síðdegis laugardaginn 17. desember, á sama sólarhring og kyngdi niður snjó á höfuðborgarsvæðinu. Ég horfi út um gluggann minn í Deildarási þegar ég rita þennan pistil, síðdegis miðvikudaginn 21. desember. Fimm dagar eru liðnir frá að hér kyngdi niður snjó, ekkert ruðningstæki hefur sést í götunni og af fenginni reynslu tel ég litlar eða engar líkur á að gatan verði rudd fyrir jól. Svo litlar væntingar hef ég til þjónustu sveitarfélagsins míns.

Mér finnst þetta algerlega óboðlegt og ég held að hér sé um að ræða kerfisvanda í Reykjavíkurborg. Ég greiði ábyggilega hliðstætt útsvar og íbúar í nágrannasveitarfélögum og ég held að Reykjavíkurborg verji hlutfallslega jafn miklu fé í snjómokstur og önnur sveitarfélög. Ég fæ því ekki skilið af hverju ekki er hægt að veita íbúum í austurbæ Reykjavíkur hliðstæða þjónustu og íbúar í nágrannafélögum fá. Ætli vandinn geti snúist um forgangsröðun? Ætli hann snúist um skipulag og stjórnun? Ætli hann snúist um slaka samningagerð, lélega eftirfylgni samninga og skort á eftirliti með verktökum?  Eða snýst vandinn kannski bara um skort á metnaði og vilja til að veita borgurum í Reykjavík lágmarksþjónustu?

2 comments on “Er ekki hægt að gera betur?

  1. Katrín sigurðardottir

    Ég er hjartanlega sammála.

    Like

  2. Haukur Ingi Jonasson

    Allt spikk og spa í Kópavoginum!

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: