Rændur

Ég þarf að skrifa mig frá beiskju og reiði sem fylgir því að þjófur fór illa með mig, gerði sjónhverfingar, stal af mér farsímanum mínum og lét mér líða eins og kjána. Ég átti nokkra erfiða klukkutíma þegar ég áttaði mig á því að án farsíma er ég ansi illa settur, ekki síst þegar ég bý erlendis. Hér eru nokkrir punktar um hvað ég hef lært af þessari uppákomu.

  • Ekki vera bjáni og hafa símann uppivið á kaffihúsi í London.
  • Ekki gera þér vonir um að vert á kaffihúsi í London kippi sér upp við að gestur hans sé rændur, vertinn mun væntanlega segja “shit happens.” 
  • Enskir leigubílstjórar eru upp til hópa vinalegir og hjálpsamir.
  • Ég sá þjófinn og get því miður ekki afsannað söguna um þjófótta flökkufólkið frá Austur Evrópu.
  • Það er ekki endilega góð hugmynd að fara í leynilögguleik í London, þó “find my iPhone” sé virkt og gefi upp hvar síminn er staðsettur.
  • Það er afleit hugmynd að róta í ruslatunnum í almenningsgörðum í London.
  • Best er að forðast að horfast í augu við rottur, en ef það gerist er ráðlegt að forða sér.
  • Það er hægara sagt en gert að fylla út atvikalýsingu fyrir lögguna í London á netinu, sér í lagi þegar maður er síma og tölvulaus. 
  • Íslenskt tryggingafélag telur að 2 ára iPhone sé verðlaus, þó hann kosti sannarlega yfir 100.000 kr. á Facebook marketplace.
  • Spjallmenni hafa tekið yfir framlínusamskipti í bönkum og símafyrirtækjum – þau eru kurteis en vitgrönn og koma að engu gagni. 
  • Rafræn skilríki eru svo miðlægur hluti af mínu daglega lífi að án þeirra er ég eins og þorskur á þurru landi.
  • island.is segir bara “computer says no” og ráðleggur mér að ferðast til Íslands til að endurnýja rafrænu skilríkin mín.
  • Tryggingafélagið mitt ætlar ekki að bæta mér tjónið, enda segir það “Ánægjan er öll okkar.”
  • Þegar ég hef engan farsíma að glápa á þá horfi ég í kringum mig og við blasir veröldin og mannlífið í öllu sínu veldi.
  • Þegar ég á ekki farsíma þá sóa ég ekki tímanum í óþarfa fikt og innihaldslaust ráp á netinu. 

Það má nefna að ég er kominn með farsíma að nýju og allt fór þetta nú vel. Að líkindum upphefst nú innihaldslaust ráp mitt á netinu að nýju eftir stutt hlé. Og ég hef reyndar rifjað upp viturlega speki föðurbróður míns heitins sem sagði stundum “verra gæti það verið.” Hvað ef helvítis rottan hefði bitið mig? 

Og þeir sem vilja eignast iPhone 13 farsíma með 128 Gb minni geta bankað upp á þeim stað sem “find my iPhone” gaf mér upp sem endanlegan áfangastað símans að kveldi 29. janúar. Segið þjófnum að ég hafi gefið ykkur símann. Segið honum í leiðinni að éta úldinn hund.

0 comments on “Rændur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: