Í minningu vinkonu minnar Yvonne

Í dag þarf ég að færa sorglegar fréttir því vinkona mín Yvonne Schoper varð bráðkvödd fyrir fáeinum vikum. Ég er rétt að átta mig á brotthvarfi hennar þegar ég rita þessar línur; hún var á besta aldri, hress og við góða heilsu og aldrei hefði ég trúað því að hún myndi kveðja þennan heim svo fyrirvaralaust. 

Margir sem lokið hafa MPM námi við HR þekkja Yvonne því hún kom nokkur ár til landsins og hélt vinnustofur í náminu, meðal annars um vöruþróun og hönnunarhugsun. Ég kynntist henni á vettvangi IPMA. Þar sat ég um tíma í rannsóknaráði þessara Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga og kynntist frábæru fólki úr öllum heimshornum. Þar á meðal Yvonne sem kom inn í ráðið á seinna tímabili mínu. Þar hófst farsælt samstarf og vinátta okkar Yvonne. Hún var litrík og skemmtileg, ég minnist hennar með bros á vör eða hlæjandi. Hún var reynslumikill verkefnastjóri, starfaði um árabil hjá BMW og stýrði þróun bifreiða. Svo söðlaði hún um og flutti sig inn í akademíuna og þar kom öflugur liðsmaður í samfélag vísindamanna í verkefnastjórnun. Yvonne var nefnilega mjög skapandi og hugmyndarík en líka einbeitt og skipulögð. Hún gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og þar með líka til okkar sem störfuðu með henni. Hún tók því oft leiðtogahlutverk í rannsóknarvinnu, hún var bráðsnjöll, drífandi og hvetjandi. Eftir hana liggja merkilegar rannsóknir sem hafa munu áhrif á þróun fagsins um ókomna tíð.

En Yvonne var líka ljúfur og góður vinur, og það var gott að vera nálægt henni og ræða við hana um allt mögulegt milli himins og jarðar. Henni var ósköp umhugað um velferð samferðamanna sinna og hreinræktuð góðmennska og velvilji voru henni í blóð borin.

Yvonne er öllum sem hana þekktu harmdauði og hugur minn er hjá Thomas eiginmanni hennar og fjölskyldunni. Ég ætla að muna kæru Yvonne með brosið sitt og láta minningu hennar vera mér eilífa hvatningu til góðra verka.

_____

In the memory of my friend Yvonne

Today I have to share with the Icelandic project management community sad news because my friend Yvonne Schoper passed away a few weeks ago. I am just realizing her departure when I write these lines; she was in her prime, fit and in good health, and never would I have believed that she would leave this world so suddenly.

Many people who have completed the MPM program at Reykjavik University know Yvonne because she often came to Iceland and held workshops, on product development and design thinking. I met her when I was working for IPMA, as a part of their Research Management Board. During this great period I met great people from all over the world and one of them was Yvonne who joined the Board during my second term. This was the start of our successful collaboration and friendship. She was colorful and funny, I remember her with a smile on her face or laughing. She was an experienced project manager, working for years at BMW and leading the development of automobiles. Then she changed course and moved into academia, where she became a powerful member of the community of project management scientists. 

Yvonne was a creative and imaginative scientist, but also focused and organized. She made high demands on herself and also on us who worked with her. She therefore often took a leadership role in research work, she was very clever scientist, and a driven and encouraging project leader. She coordinated research projects that will influence the development of the field of project management for a long time to come.

But Yvonne was also a reliable and good friend, and it was good to be near her and talk to her about all kinds of things. She was very concerned about the welfare of her fellow travelers and pure kindness and goodwill were in her blood.

Yvonne is sadly missed and my thoughts go out to her husband Thomas and her family. I will remember dear Yvonne with her smile and let her memory be a motivation for continued efforts in project management research.

1 comment on “Í minningu vinkonu minnar Yvonne

  1. Steinunn Halldorsdottir's avatar
    Steinunn Halldorsdottir

    Kæri Helgi. Takk fyrir fallegu orðin þín um sameiginlega vinkonu okkar. Ég mun eins og þú minnast hlátursins og alls þess skemmtilega sem við tvær gerðum saman, bæði á sviði IPMA en líka prívat. Og að láta minningu hennar verða mér hvatningu til góðra verka.

    Like

Leave a reply to Steinunn Halldorsdottir Cancel reply